Fréttir

Fréttir
New temp image
19. maí 2023

Horn IV fjárfestir í REA sem starfar í flugtengdri þjónustu á Keflavíkurflugvelli

Horn IV slhf., sem er framtakssjóður í rekstri Landsbréfa hf., hefur samið um kaup á 45% hlut í REA ehf. sem á íslensku flugafgreiðslufyrirtækin Airport Associates og SouthAir. Með kaupunum verður Horn IV stærsti einstaki hluthafi félagsins. Fyrirtækin hafa í yfir 25 ár boðið upp á flugtengda þjónustu fyrir flugrekendur á Keflavíkurflugvelli og eru með samninga við mörg af þeim flugfélögum sem fljúga til og frá Keflavíkurflugvelli.
New temp image
24. mars 2023

Hagnaður Landsbréfa 814 milljónir króna á árinu 2022

Landsbréf hf. hafa birt ársreikning fyrir árið 2022.  Helstu niðurstöður voru þessar:
New temp image
10. feb. 2023

Afsláttur við kaup í sjóðum í febrúar

Í febrúar er gefinn 100% afsláttur af gjaldi við kaup í sjóðum Landsbréfa ef keypt er í gegnum app eða netbanka Landsbankans. Afslátturinn gildir til og með 28. febrúar nk.
New temp image
15. nóv. 2022

Framtakssjóðurinn Horn IV fjárfestir í Eðalfangi sem fyrirhugar mikinn vöxt á næstu árum

Framtakssjóðurinn Horn IV slhf. fjárfestir í Eðalfangi og verður með kaupunum stærsti einstaki hluthafi félagsins.  Um er að ræða  útgáfu nýs hlutafjár en jafnframt leggja núverandi hluthafar félaginu til nýtt fjármagn en heildarfjármögnun er 1.000 milljónir króna. Fjármagnið sem kemur inn í félagið verður nýtt til fjárfestinga í tækjabúnaði og sjálfvirknivæðingu sem mun nýtast félaginu við uppbyggingu og eflingar á vinnslu til framleiðslu á laxi með áherslu á útflutning og til að fylgja eftir og efla sölu- og markaðsstarf á alþjóðlegum mörkuðum. 
New temp image
24. ágúst 2022

Landsbréf skila góðum árangri á fyrri hluta ársins

Landsbréf hf. hafa birt árshlutareikning fyrir fyrri hluta ársins 2022.
New temp image
25. mars 2022

Hagnaður Landsbréfa 1.410 milljónir á árinu 2021

Landsbréf hf. hafa birt ársreikning vegna reksturs ársins 2021. 
New temp image
7. mars 2022

Framtakssjóðurinn Horn IV fjárfestir í S4S

Framtakssjóðurinn Horn IV slhf. hefur gengið frá kaupum á hlut í fyrirtækinu S4S ehf. sem rekur verslanirnar Steinar Waage, Kaupfélagið, Ecco, Skechers og Toppskóinn, ásamt AIR verslununum og Ellingsen í Reykjavík og á Akureyri. Dótturfélag fyrirtækisins er S4S tæki ehf. sem rekur tækjasölu og verkstæði BRP Ellingsen. Velta samstæðunnar árið 2021 voru tæpir fimm milljarðar króna.
New temp image
8. feb. 2022

Framtakssjóðurinn Horn IV fjárfestir í íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu GoPro

Framtakssjóðurinn Horn IV slhf. hefur gengið frá kaupum á 35% hlut í hugbúnaðarfyrirtækinu GoPro ehf. Við kaupin voru annars vegar keyptir hlutir af núverandi hluthöfum og hins vegar var hlutafé félagsins hækkað og skrifaði Horn IV sig fyrir allri þeirri hækkun. Með kaupunum verður Horn IV stærsti einstaki hluthafi félagsins. Fjármagnið sem kemur inn í félagið mun nýtast félaginu við uppbyggingu, þ.m.t. uppbyggingu sölu- og markaðsstarfs á alþjóðlegum mörkuðum og fyrir nýjar lausnir félagins sem hafa verið í þróun undanfarin ár. Fyrirtækið hefur verið rekið með hagnaði og er eitt fárra fyrirtækja sem hefur verið á lista Creditinfo yfir fyrirmyndarfyrirtæki frá upphafi.
New temp image
19. ágúst 2021

Árshlutauppgjör Landsbréfa 30. júní 2021

Landsbréf hf. hafa birt árshlutareikning fyrir fyrri hluta ársins 2021. Helstu niðurstöður voru þessar:
New temp image
2. júní 2021

Nýr fjárfestingarsjóður með sjálfbærni að leiðarljósi

Eignadreifing sjálfbær er nýr fjárfestingarsjóður Landsbréfa, dótturfélags Landsbankans. Markmið sjóðsins er að ná fram ávöxtun og dreifingu áhættu með sjálfbærni að leiðarljósi.
New temp image
24. mars 2021

Hagnaður Landsbréfa 768 milljónir á árinu 2020

Hagnaður af rekstri Landsbréfa nam 768 milljónum króna eftir skatta á árinu 2020. Hreinar rekstrartekjur námu 2.182 milljónum króna á árinu 2020 og eigið fé var 5.059 milljónir króna í árslok.
New temp image
3. mars 2021

Landsbréf og Brunnur Ventures GP hafa lokið fjármögnun á 8,3 milljarða vísisjóði

Landsbréf hafa í samstarfi við Brunnur Ventures GP lokið fjármögnun á 8,3 milljarða vísisjóði (e. venture capital fund) sem ber nafnið Brunnur vaxtarsjóður II slhf. Sjóðurinn er fjármagnaður af tíu lífeyrissjóðum og Landsbankanum. Landsbréf munu annast rekstur sjóðsins í samstarfi við ábyrgðaraðilann Brunn Ventures GP.
New temp image
27. ágúst 2020

Árshlutauppgjör Landsbréfa 30. júní 2020

Hagnaður af rekstri Landsbréfa nam á fyrri hluta ársins 232 milljónum króna samanborið við 301 milljón króna fyrir sama tímabil árið áður.
New temp image
25. mars 2020

Hagnaður Landsbréfa 489 milljónir á árinu 2019

Hagnaður af rekstri Landsbréfa nam 489 milljónum króna eftir skatta á árinu 2019. Hreinar rekstrartekjur námu 1.683 milljónum króna á árinu 2019 og nam eigið fé í árslok um 4.291 milljónum króna.
New temp image
28. ágúst 2019

Árshlutauppgör Landsbréfa 30. júní 2019

Allir verðbréfa- og fjárfestingarsjóðir Landsbréfa skiluðu jákvæðri ávöxtun á fyrstu 6 mánuðum ársins og nam afkoma sjóðanna alls 6.858 milljónum króna. Hagnaður Landsbréfa nam 301 milljónum króna.
New temp image
21. mars 2019

Hagnaður Landsbréfa 844 milljónir á árinu 2018

Hagnaður af rekstri Landsbréfa nam 844 milljónum króna eftir skatta á árinu 2018. Hreinar rekstrartekjur námu 2.030 milljónum króna á árinu 2018 og nam eigið fé í árslok um 4.006 milljónum króna.
New temp image
20. nóv. 2018

Samið um sölu á hlut Horns II í Hvatningu hf.

Samningur hefur komist á um kaup Kólfs ehf., eignarhaldsfélags í meirihlutaeigu Gríms Sæmundsen, forstjóra Bláa Lónsins hf., á öllum hlut Horns II í Hvatningu hf. en Hvatning heldur á um 40% hlut í Bláa Lóninu hf. Kólfur og Horn II hafa átt í góðu samstarfi um eignarhald í Bláa Lóninu í gegnum Hvatningu hf. frá árinu 2012.
New temp image
30. ágúst 2018

Landsbréf – BÚS I árshlutareikningur 30. júní 2018

Hagnaður sjóðsins á fyrri hluta ársins nam 22 þús. kr. samkvæmt rekstrarreikningi og yfirlit um breytingu á hreinni eign. Hrein eign sjóðsins nam 1.026 þús. kr. samkvæmt efnahagsreikningi í lok tímabilsins.
New temp image
30. ágúst 2018

Hagnaður Landsbréfa 417 milljónir króna á fyrri helmingi ársins 2018

Hreinar rekstrartekjur námu 939 milljónum króna á fyrri hluta ársins 2018. Hagnaður eftir skatta af rekstri á fyrri hluta ársins nam 418 milljónum króna. Eigið fé Landsbréfa í lok tímabilsins nam 3.581 milljónum króna.
New temp image
15. mars 2018

Hagnaður Landsbréfa 1.113 milljónir á árinu 2017

Hagnaður af rekstri Landsbréfa nam 1.113 milljónum króna á árinu 2017, samanborið við 702 milljóna króna hagnað fyrir rekstrarárið 2016. Aukning hagnaðar skýrist fyrst og fremst af árangurstengdum þóknunum af rekstri framtakssjóða.
New temp image
5. mars 2018

50% afsláttur af upphafsgjaldi við kaup í sjóðum Landsbréfa

Í mars er veittur 50% afsláttur af upphafsgjaldi við kaup í sjóðum Landsbréfa og upphafsgjald vegna reglubundins sparnaðar hjá Landsbréfum fellur niður.
New temp image
8. jan. 2018

Andlát: Sigríður Hrólfsdóttir stjórnarformaður Landsbréfa

Sigríður Hrólfsdóttir, viðskiptafræðingur og stjórnarformaður Landsbréfa, lést laugardaginn 6. janúar sl. 50 ára að aldri. Sigríður varð bráðkvödd í fríi með fjölskyldu sinni í Frakklandi.
New temp image
27. júlí 2017

Hagnaður Landsbréfa 556 milljónir króna á fyrri helmingi ársins 2017

Landsbréf hf. hafa í dag birt árshlutareikning sinn vegna rekstrar á fyrri hluta ársins 2017. Hreinar rekstrartekjur námu 1.135 milljónum króna á fyrri hluta ársins 2017, en námu 828 milljónum króna á sama tímabili á árinu 2016. Hagnaður eftir skatta af rekstri á fyrri hluta ársins nam 556 milljónum króna, samanborið við 291 milljón króna hagnað á sama tíma á síðasta ári.
New temp image
24. mars 2017

Horn III kaupir helmingshlut í Líflandi

Framtakssjóðurinn Horn III, sem er í rekstri Landsbréfa, hefur fest kaup á 50% hlut í Líflandi. Þórir Haraldsson, framkvæmdastjóri Líflands, er eigandi helmingseignarhlutar í félaginu á móti Horni. Seljandi er Sólveig Pétursdóttir og fjölskylda.
New temp image
10. feb. 2017

Fjármálaeftirlitið staðfestir breyttar reglur fyrir Veltubréf

Fjármálaeftirlitið hefur staðfest breyttar reglur fyrir fjárfestingasjóðinn Landsbréf-Veltubréf. Reglubreytingin er gerð með hliðsjón af fækkun á fjárfestingarkostum á markaði með peningamarkaðsgerninga og með það að markmiði að auðvelda stýringu á lausafjáráhættu sjóðsins.
New temp image
9. feb. 2017

Rekstur Landsbréfa hf. skilaði 702 milljóna kr. hagnaði á árinu 2016

Rekstur Landsbréfa gekk mjög vel á árinu 2016. Umsýsluþóknanir félagsins jukust um 32% á milli ára og skilaði félagið góðum hagnaði eða 702 milljónum króna, sem svarar til rúmlega 28,7% arðsemi eigin fjár.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur