Lagalegur fyrirvari

Upplýsingar birtar á vef þessum eru byggðar á heimildum sem Landsbréf telja áreiðanlegar. Landsbréf geta ekki ábyrgst að þær séu allar réttar. Þá kunna upplýsingar og skoðanir þær sem fram koma að breytast án fyrirvara.

Upplýsingar sem birtar eru á vef Landsbréfa fela á engan hátt í sér ráðleggingar til viðskiptavina um kaup eða sölu tiltekinna fjármálagerninga og bera notendur vefsins einir ábyrgð á þeim fjárfestingaákvörðunum sem teknar eru á grundvelli upplýsinga sem birtar eru á vefnum. Landsbréf bera ekki í neinum tilvikum ábyrgð á tjóni sem kann að hljótast af upplýsingagjöf félagsins né tjóni sem rekja má beint eða óbeint til notkunar á vef þess. Þá bera Landsbréf ekki í neinum tilvikum ábyrgð á tjóni sem rekja má til þess að ekki er hægt að nota vefinn, um skemmri eða lengri tíma.

Landsbréf eiga höfundarrétt á öllum þeim upplýsingum sem fram koma á vef félagsins, nema annað sé sérstaklega tekið fram eða leiða megi af eðli máls. Skriflegt samþykki Landsbréfa þarf til að endurbirta upplýsingar sem fram koma á vef félagsins, dreifa þeim eða afrita þær. Ekki skiptir máli hvers eðlis þær upplýsingar eru né í hvaða tilgangi ætlunin er að endurbirta þær, afrita þær eða dreifa þeim. Viðskiptavinum Landsbréfa er þó heimilt að vista slíkar upplýsingar til einkanota.

Viðskipti með fjármálagerninga eru mjög áhættusöm í eðli sínu. Verðbreytingar í fortíð gefa ekki endilega vísbendingu um verðbreytingar í framtíð. Notendur á vef Landsbréfa eru hvattir til að afla sér almennra upplýsinga um eðli verðbréfaviðskipta, fjárfestingamálefni, skattamál o.fl. sem tengist verðbréfaviðskiptum og eftir atvikum óska eftir ráðgjöf hjá sérfræðingum.

Vefkökur

Vefkökur eru litlar textaskrár sem vafrinn sækir í fyrsta sinn sem farið er á vefsvæði. Vefkökur geyma upplýsingar sem vefsvæðið notar meðal annars til að bæta upplifun notandans og til að fylgjast með og greina notkun á vefsvæðinu.

Vefkökur innihalda yfirleitt heiti lénsins sem viðkomandi kaka kemur frá, endingartíma hennar og gildi. Endingartími vefkaka er ólíkur, sumum er eytt um leið og vafranum er lokað og kallast þær lotukökur meðan aðrar hafa lengri endingartíma og kallast þær langtímakökur. Landsbréf notar bæði langtímakökur og lotukökur. Gildi vefkaka er alla jafna handahófsvalin einkvæm tala.

Landsbréf nota vefkökur til að sníða vefsvæðið að þörfum notenda, t.d. til að vista stillingar notenda, til að vinna tölfræðilegar upplýsingar, til að greina umferð um vefsvæðið, í markaðslegum tilgangi og til að stuðla að virkni vefsíðunnar. Landsbréf nota bæði vefkökur frá fyrsta aðila og vefkökur frá þriðja aðila. Vefkökur frá fyrsta aðila eru vefkökur sem senda eingöngu upplýsingar til Landsbréfa. Vefkökur frá þriðja aðila eru tilkomnar vegna þjónustu sem Landsbréf nota og senda upplýsingar til annars vefsvæðis í eigu þriðja aðila. Viðkomandi aðilar kunna einnig að tengja upplýsingar fengnar af vefsvæði bankans við aðrar upplýsingar sem notendur hafa látið þeim í té, eða upplýsingar sem þeir hafa safnað með notkun notenda á þeirra þjónustu.

Ekki er krafist samþykkis fyrir notkun á nauðsynlegum kökum en samþykki þarf fyrir notkun á öðrum tegundum vefkaka. Notendur geta stýrt notkun á vefkökum í stillingum í vafra. Vakin er athygli á því að sé notkun nauðsynlegra vefkaka gerð óvirk með öllu kann það að hafa áhrif á virkni vefsvæðisins.

Nauðsynlegar vefkökur

Nauðsynlegar vefkökur virkja eiginleika á vefsvæðinu sem verða að vera til staðar svo hægt sé að nota það eins og til er ætlast. Nauðsynlegar vefkökur eru oftast lotukökur frá fyrsta aðila sem eru eingöngu notaðar af Landsbréfum. Þessar kökur greiða til dæmis fyrir skiptum á milli http og https til að gæta öryggi sendra gagna. Þessar kökur eru einnig notaðar til að vista ákvörðun um notkun á kökum á vefsvæði Landsbréfa.

Vefkökur frá fyrsta aðila á vefsvæði Landsbréfa sem háðar eru samþykki

Þessar vefkökur eru ekki forsenda fyrir notkun vefsvæðis Landsbréfa. Þær gegna engu að síður mikilvægu hlutverki fyrir notkun og virkni vefsvæðisins. Vefkökurnar auðvelda notkun á vefsvæðinu, t.d. forútfylla form, muna stillingar tungumála og aðstoða Landsbréf við að kynna viðskiptavinum tilboð sem eru sérsniðin að þeim.

Notkun vefsvæðis Landsbréfa á vefkökum frá þriðja aðila sem háðar eru samþykki

Landsbréf nota vefkökur sem tilheyra þriðju aðilum (m.a. Google og Facebook) á vefsvæði bankans. Þessir þriðju aðilar geta komið fyrir vefkökum í vöfrum notenda vefsvæðisins og með þeim hætti nálgast upplýsingar um heimsóknir á vefsvæðið. Vefkökurnar eru ekki nauðsynleg forsenda fyrir notkun vefsvæðisins en gegna engu að síður hlutverki fyrir Landsbréf. Landsbréf geta notað þjónustu þessara þriðju aðila til að m.a. greina notkun vefsvæðisins, bæði hvað verðar fjölda notenda og hegðun notenda á vefnum, og til að útbúa markaðsefni og auglýsingar sem eru sérsniðnar ákveðnum markhópum. Notendur vefsvæðisins geta nálgast upplýsingar um hvernig þessir aðilar nota vefkökur á vefsíðum þeirra.

Upplýsingar um Google Analytics

Upplýsingar um Facebook Pixel

Leiðbeiningar um stillingar vefkaka

Þessir tenglar beina þér inn á vefsíður þriðju aðila. Landsbréf bera ekki ábyrgð á þeim upplýsingum sem þar koma fram.

Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur