Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Sérhæfðar fjárfestingar

Landsbréf reka fjölbreytt úrval sérhæfðra sjóða sem ekki eru markaðssettir til almennra fjárfesta. Þessir sjóðir eru ýmist samlagshlutafélög (slhf.) eða hlutdeildarsjóðir (hs.) og reknir samkvæmt lögum nr. 45/2020, um rekstraraðila sérhæfðra sjóða. Með sjóðarekstri sínum eru Landsbréf hreyfiafl sem brúar bilið milli sparnaðar og fjármögnunar með virkri eignastýringu. Sjóðaframboð félagsins er með því fjölbreyttasta sem þekkist hér á landi.

Framtakssjóðir

Landsbréf hafa fyrst og fremst beint sjónum sínum að íslensku atvinnulífi í rekstri framtakssjóða sinna og eru í fararbroddi í rekstri framtakssjóða hér á landi. Framtakssjóðir Landsbréfa hafa á undanförunum árum fjárfest með góðum árangri sem umbreytingar- og áhrifafjárfestir í innlendum fyrirtækjum. Reyndir sérfræðingar sérhæfðra fjárfestinga Landsbréfa setjast þá oftast í stjórnir félaga og vinna með stjórnendateymi fyrirtækjanna að aukinni verðmæta- og virðisaukningu þeirra fyrirtækja sem fjárfest er í. Sjóðirnir eru lokaðir fagfjárfestasjóðir.

Vísisjóðir

Rekstur vísisjóða Landsbréfa fer fram í samstarfi við Brunn Ventures GP ehf. og sérhæft teymi hjá því félagi, sem er jafnframt ábyrgðaraðili sjóðanna. Sjóðirnir eru leiðandi á sviði nýsköpunarfjárfestinga hér á landi. Sjóðirnir eru lokaðir fagfjárfestasjóðir.

Fjármögnunar- og veðskuldabréfasjóðir

Landsbréf reka fjármögnunar- og veðskuldabréfasjóði sem eru annars vegar veðskuldabréfasjóðir sem fjárfesta í skuldabréfum tryggðum með veðum í fasteignum og hins vegar sérhæfðir fjármögnunarsjóðir sem koma að sérsniðnum fjármögnunarlausnum fyrir fyrirtæki og félagasamtök. Sjóðirnir eru lokaðir fagfjárfestasjóðir.

Vogaðir sjóðir

Landsbréf reka nokkra vogaða hlutdeildardeildarsjóði sem fjárfesta bæði í hlutabréfum og skuldabréfum. Sjóðirnir eru opnir en standa eingöngu til boða fagfjárfestum og þeim sem gengið hafa í gegnum tilhlýðileikamat.