Upplýsingagjöf tengd sjálfbærni á sviði fjármálaþjónustu

Á þessari síðu má finna upplýsingar og skjöl um nálgun okkar og þann ramma sem við störfum eftir á sviði sjálfbærni með það að markmiði að auka gagnsæi og bæta upplýsingagjöf tengda sjálfbærni á sviði fjármálaþjónustu.

Við fjárfestingar sjóða Landsbréfa er tekið mið af innri reglum og stefnum sem stjórn Landsbréfa hefur sett sem og ytri lögum og reglum sem gilda um sjálfbærar fjárfestingar. Sjálfbærni er samþætt inn í fjárfestingatökuferli sjóða og þar með tekið mið af sjálfbærniáhættu við fjárfestingar þeirra eftir því sem því verður við komið.

Með lögum nr. 25/2023 um upplýsingagjöf um sjálfbærni á sviði fjármálaþjónustu og flokkunarkerfi fyrir sjálfbærar fjárfestingar voru innleiddar tvær reglugerðir frá Evrópusambandinu annars vegar reglugerð um upplýsingagjöf um sjálfbærni á sviði fjármálaþjónustu (SFDR) og hins vegar flokkunarkerfi fyrir sjálfbærar fjárfestingar (Taxonomy). SFDR er skammstöfun fyrir Sustainable Finance Disclosure Regulation sem er reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 2019/2088, um upplýsingagjöf tengda sjálfbærni á sviði fjármálaþjónustu. Með SFDR er lögð skylda á aðila á fjármálamarkaði um upplýsingagjöf á sviði sjálfbærni sem ætlað er að tryggja samræmda upplýsingagjöf um hvernig aðilar á fjármálamarkaði meta áhættu tengda sjálfbærni og hvernig tekið er tillit til neikvæðra áhrifa fjármálaafurða á sjálfbærniþætti. Samkvæmt skilgreiningu í SFDR teljast sjálfbærniþættir vera umhverfis-, félags- og starfsmannatengd mál, virðing fyrir mannréttindum og mál sem varða baráttuna gegn spillingu og mútum.

Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur