Um Landsbréf

Landsbréf hf. er dótturfélag Landsbankans hf. og er sérhæfð fjármálastofnun á sviði eigna- og sjóðastýringar. Félagið rekur fjölda sjóða, bæði verðbréfasjóði og sérhæfða sjóði, sem fjárfesta með ábyrgum hætti víða í íslensku samfélagi og eins á alþjóðlegum verðbréfamörkuðum.

Starfsfólk

Landsbréf leitast við að ráða og hafa í sínum röðum framúrskarandi starfsfólk með fjölbreyttan bakgrunn. Hjá Landsbréfum starfa rúmlega 20 sérfræðingar sem hafa yfirgripsmikla og áralanga reynslu af störfum á fjármálamörkuðum.

Skipulag

Landsbréf eru rekstrarfélag verðbréfasjóða og rekstraraðili sérhæfðra sjóða, en auk sjóðstýringar hefur félagið starfsleyfi til að sinna eignastýringu og fjárfestingaráðgjöf og er sú starfsemi nefnd Stýring safna í skipuriti og er aðskilin frá sjóðastýringu.

Stjórn

Stjórn Landsbréfa hefur yfirumsjón með starfsemi félagsins í samræmi við lög, reglugerðir og samþykktir. Stjórnin mótar almenna stefnu félagsins og skal annast um að skipulag og starfsemi þess sé jafnan í réttu horfi.

Stjórnarhættir

Landsbréf hf. leggja mikla áherslu á reglufestu, gagnsæi og heiðarleika í starfsemi sinni, og er leitast við að fylgja góðum stjórnarháttum í hvívetna.

Fjárhagsupplýsingar

Landsbréf leggja áherslu á gagnsæi og opin samskipti með miðlun upplýsinga um afkomu félagsins. Á þessu svæði má finna fjárhagslegar upplýsingar um félagið, svo sem ársreikninga, árshlutareikninga og lykiltölur í rekstri.

Aðalfundir

Æðsta vald í málefnum félagsins er í höndum aðalfundar í samræmi við lög og samþykktir þess. Aðalfundir eru haldnir eftir að félagið hefur kynnt ársuppgjör sitt.

Gildi Landsbréfa

Árangur
Verðum í fararbroddi í eignastýringu á Íslandi með vöruþróun, fjármögnun og stýringu eigna.
Lausnir
Við finnum lausnir fyrir þá sem þurfa fjármögnun og sparnaðarleiðir. Þannig brúum við bilið milli sparnaðar og fjármögnunar á öllum stigum íslensks samfélags.
Fagmennska
Við greinum umhverfi okkar ítarlega og erum sérfræðingar sem vilja miðla þekkingunni til viðskiptavina okkar. Við sinnum störfum okkar af fagmennsku.
Traust
Viðskiptavinir sýna okkur það traust að fela okkur stýringu á eignum þeirra. Við mætum því trausti með ábyrgð, gagnsæi og virkri upplýsingamiðlun.

Hafðu samband

Verðbréfa- og lífeyrisþjónusta Landsbankans annast upplýsingagjöf, ráðgjöf og öll viðskipti með sjóði Landsbréfa.

Landsbréf hafa starfsleyfi frá Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands sem rekstrarfélag verðbréfasjóða og rekstraraðili sérhæfðra sjóða, auk þess að hafa starfsleyfi til eignastýringar og fjárfestingarráðgjafar. Meirihluti stjórnar félagsins er óháður Landsbankanum og eru Landsbréf rekin sem sjálfstæð fjármálastofnun.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur