Viðvarandi gjöld eru kostnaður sem dreginn er af eignum verðbréfasjóða og sérhæfðra sjóða fyrir almenna fjárfesta. Fjárhæð viðvarandi gjalda er byggð á þeim kostnaðarliðum sem sjóðirnir bera samkvæmt reglum þeirra og er þar m.a. átt við umsýsluþóknun til rekstrarfélags/rekstraraðila, greiðsla til vörsluaðila fyrir vörsluþjónustu fyrir sjóðinn, greiðslur til fjárfestingarráðgjafa, söluaðila og vegna endurskoðunar og eftirlitsgjöld sem lögð eru á vegna sjóðsins. Tekið er tillit til viðvarandi gjalda undirliggjandi sjóða sem fjárfest hefur verið í.
Viðskiptakostnaður eins og kostnaður sem sjóðir greiða verðbréfamiðlunum vegna viðskipta með verðbréf, vaxtakostnaður, kostnaður við gjaldeyrisviðskipti og kostnaður vegna fjárfestinga í öðrum sjóðum og greiddar árangurstengdar þóknanir er ekki kostnaður sem er innifalinn í viðvarandi gjöldum.