Áhættumælikvarði
Verðbréfasjóðir og sérhæfðir sjóðir fyrir almenna fjárfesta í rekstri hjá Landsbréfum eru flokkaðir samkvæmt áhættumælikvarða sem er á bilinu 1 til 7. Flokkunin gefur til kynna hversu líklegt er að gengi sjóða muni lækka vegna hreyfinga á mörkuðum.
Áhættumælikvarðinn er til samræmis við lög nr. 55/2021 um lykilupplýsingaskjöl vegna tiltekinna fjárfestingarafurða fyrir almenna fjárfesta og framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/653, svokallaða PRIIPS reglugerð.
Áhættumælikvarðinn er samantekinn áhættuvísir (SRI), Stig 1 á kvarðanum gefur þannig til kynna minnsta áhættu með tilliti til sveiflna í ávöxtun á meðan stig 7 á kvarðanum gefur til kynna mesta áhættu með tilliti til sveiflna í ávöxtun. Samantekinn áhættuvísir byggir á sögulegri ávöxtun og rétt er að benda á að sveiflur í ávöxtun í fortíð eru ekki endilega vísbending um framtíðarsveiflur í ávöxtun og niðurstaða kvarðans fyrir einstaka sjóði getur því breyst frá einum tíma til annars. Ef breytingar verða á áhættusniði sjóðs er áhættumælikvarðinn endurskoðaður og flokkun sjóða getur því breyst.
Áhættukvarðinn er ekki mælikvarði á alla þá áhættuþætti sem fylgja fjárfestingu í hlutdeildarskírteinum verðbréfasjóða og sérhæfðra sjóða fyrir almenna fjárfesta, heldur er um að ræða tölfræðilega lýsingu á sveiflum í ávöxtun sjóða.
Frekari upplýsingar um áhættu tengda fjárfestingu í verðbréfasjóðum og sérhæfðum sjóðum fyrir almenna fjárfesta má finna í lykilupplýsingum og útboðslýsingum sjóðanna.
Áhættuvísir 5
Áhættuvísir 6
Áhættuvísir 7
Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.