Landsbréf - Eignadreifing langtíma hs.
Eignadreifing langtíma fjárfestir í innlendum og erlendum fjármálagerningum. Fjárfesting getur verið í stökum verðbréfum, hlutabréfum, skuldabréfum, peningamarkaðsgerningum og innlánum eða í hlutdeildarskírteinum sjóða sem fjárfesta í megindráttum í framangreindum eignaflokkum. Hámarksfjárfesting í hlutabréfum og hlutabréfasjóðum er 60% af eignum sjóðsins og heildarfjárfesting í erlendum eignum skal ekki vera umfram 90% af eignum sjóðsins, þar af 30% að hámarki í skuldabréfum og 60% að hámarki í hlutabréfum. Eignadreifing langtíma hentar vel til að ávaxta sparnað í vel dreifðu eignasafni til meðallangs tíma, í 3 ár eða lengur.
Landsbréf – Eignadreifing langtíma hs. er sérhæfður sjóður fyrir almenna fjárfesta.
Áhætta fylgir ávallt fjárfestingu í sjóðum þar sem gengi þeirra getur bæði hækkað og lækkað vegna verðbreytinga á eignum sjóðanna og vegna gengisflökts gjaldmiðla þegar eignir sjóða eru í erlendum gjaldmiðlum. Ávöxtun í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarárangur.
Sveiflur
Gengi
Nafnávöxtun á árinu
2019
2021
2018
2020
2017
Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.