Ábyrgar fjárfestingar

Ábyrgar fjárfestingar er samheiti yfir fjárfestingaraðferðir þar sem lögð er sérstök áhersla á að taka mið af umhverfismálum, félagslegum þáttum og stjórnarháttum (UFS-þáttum) fyrirtækja við fjárfestingarákvarðanir. Með því að leggja sérstaka áherslu á þessa þætti er stefnt að því markmiði að skila sjálfbærri ávöxtun til langs tíma en draga samhliða úr áhættu.

Landsbréf hafa sett sér sérstaka stefnu um ábyrgar fjárfestingar og á grundvelli hennar er aðferðafræði ábyrgra fjárfestinga hornsteinn í allri stýringu eigna á vegum Landsbréfa. Auk þess hafa Landsbréf sett á stofn sjóð sem er með sérstaka áherslu á ábyrgar fjárfestingar

Landsbréf eru leiðandi á sviði ábyrgra fjárfestinga á Íslandi.

Allir sjóðstjórar félagsins eru vottaðir í ábyrgum fjárfestingum og er unnið út frá því sjónarmiði að aðferðafræði ábyrgra fjárfestinga skili bæði fjárfestum betri ávöxtun til lengdar og stuðli á sama tíma að betra samfélagi öllum til heilla.

Landsbréf eru aðili að Samtökum um ábyrgar fjárfestingar á Íslandi, IcelandSIF. 

Lesa stefnu Landsbréfa um ábyrgar fjárfestingar

Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur