Markaðsþreifingar
Landsbréf hafa sett sér reglur um markaðsþreifingar með hliðsjón af viðmiðunarreglum ESMA 2016/1477, um aðila sem markaðsþreifingum er beint til.
Markmið reglnanna er að búa til trausta umgjörð um þau tilvik þegar markaðsþreifingum er beint til Landsbréfa til að draga úr áhættu sem getur skapast við miðlun innherjaupplýsinga. Með markaðsþreifingum er átt við samskipti milli seljenda fjármálagerninga og eins eða fleiri mögulegra fjárfesta, áður en tilkynnt er um viðskipti, til að kanna áhuga mögulegra fjárfesta á hugsanlegum viðskiptum og skilyrði sem varða þau, svo sem mögulegt umfang þeirra eða verðlagningu.
Ábyrgðaraðilar
Þeir aðilar sem hyggjast beina markaðsþreifingum til Landsbréfa eru beðnir um að hafa samband við eftirtalda ábyrgðarmenn markaðsþreifinga innan Landsbréfa og ekki aðra.
Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.