Stjórnarhættir

Landsbréf hf. leggja mikla áherslu á reglufestu, gagnsæi og heiðarleika í starfsemi sinni. Einkum gagnvart viðskiptavinum en einnig gagnvart öllum öðrum hagsmunaaðilum svo sem eigendum, starfsmönnum og eftirlitsaðilum.

Stjórn og starfsmenn félagsins leggja mikið upp úr trausti og trúverðugleika gagnvart viðskiptavinum og að hagsmuna þeirra sé vel gætt. Stjórnarmenn eru allir óháðir félaginu, daglegum stjórnendum og stórum hluthöfum félagsins. Með þessu tryggir félagið að stjórnin sinni fremur heildarhagsmunum en hagsmunum tiltekinna hluthafa.

Stjórn Landsbréfa starfar eftir starfsreglum stjórnar félagsins og fer hún með æðsta vald í málefnum félagsins á milli hluthafafunda. Í starfsreglum stjórnar er að finna upplýsingar um verkefni stjórnar sem og upplýsingar um það hvenær stjórnarmaður telst vanhæfur.

Virkt eftirlit er með rekstri félagsins og daglegum stjórnendum þess. Innra eftirlit veitir hæfilega vissu um að félagið nái markmiðum sínum varðandi árangur og skilvirkni í starfsemi, áreiðanlegar og réttmætar fjárhagsupplýsingar til ytri aðila og að félagið hlíti lögum og reglum sem um starfsemina gilda.

Ársreikningur Landsbréfa er gerður í samræmi við lög um ársreikninga og reglur um reikningsskil rekstrarfélaga verðbréfasjóða. Landsbréf hf. fylgja lögum og reglum í hvívetna og vinna einnig samkvæmt leiðbeiningum um góða stjórnarhætti sem Viðskiptaráð, Kauphöllin og Samtök atvinnulífsins hafa samið og gefið út.

Landsbréf útvista ýmsu sem snýr að stjórnarháttum til móðurfélagsins Landsbankans hf. Þar má nefna regluvörslu og innri endurskoðun.

Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur