Nýr fjár­fest­ing­ar­sjóð­ur með sjálf­bærni að leið­ar­ljósi

Eignadreifing sjálfbær er nýr fjárfestingarsjóður Landsbréfa, dótturfélags Landsbankans. Markmið sjóðsins er að ná fram ávöxtun og dreifingu áhættu með sjálfbærni að leiðarljósi.
2. júní 2021 - Landsbréf

Sjóðurinn leggur áherslu á ábyrgar fjárfestingar þar sem miðað er við frammistöðu í umhverfismálum, félagslegum þáttum og stjórnarháttum fyrirtækja (UFS) þegar ákvarðanir um fjárfestingar eru teknar. Sjóðurinn fjárfestir í innlendum og erlendum sjóðum, hlutabréfum og skuldabréfum, ásamt peningamarkaðsgerningum og innlánum.

Nánar um sjóðinn

Helgi Þór Arason, framkvæmdastjóri Landsbréfa, segir: „Landsbréf eru eitt stærsta sjóða- og eignastýringarfyrirtæki landsins og hlutverk þess er fyrst og fremst að hámarka ávöxtun sjóðfélaga, miðað við fyrirfram skilgreinda fjárfestingarstefnu. Sjálfbærni kemur til skoðunar við allar fjárfestingarákvarðanir hjá okkur en með nýja sjóðnum, sem mun eingöngu fjárfesta í fjármálagerningum sem eru gefnir út af aðilum sem skara fram úr á sviði ábyrgra fjárfestinga, leggjum við enn meiri áherslu á þennan málaflokk. Þegar ákvarðanir um fjárfestingar eru teknar er stuðst við UFS-greiningar og skulu útgefendur standast lágmarksviðmið sjóðsins á sviði sjálfbærni. Með því að gera slíkar kröfur geta viðskiptavinir Landsbankans og Landsbréfa tekið betur upplýstar ákvarðanir um sjálfbærnimál fyrirtækja og beint fjármagni í fjárfestingar sem sannarlega stuðla að sjálfbærni, án þess að slaka á kröfum um góða ávöxtun.“

Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Eignastýringar og miðlunar Landsbankans, segir: „Við í Landsbankanum tökum sjálfbærnimál alvarlega og erum stolt af því að samkvæmt nýju UFS-áhættumati alþjóðlega greiningarfyrirtækisins Sustainalytics, sem tekur mið af því hvernig við vinnum í sjálfbærnimálum, erum við í 1. sæti af 423 bönkum sem fyrirtækið hefur mælt í Evrópu. Með nýja sjóðnum, Eignadreifing sjálfbær, geta fjárfestar og almenningur tekið beinan þátt í þessari vegferð með okkur. Fjárfestar hafa í auknum mæli tileinkað sér aðferðafræði ábyrgra fjárfestinga, enda hafa rannsóknir sýnt fylgni milli góðs árangurs fyrirtækja í sjálfbærnimálum og arðsemi í rekstri til lengri tíma. Við munum halda áfram að hafa sjálfbærni að leiðarljósi. Það er Landsbanki nýrra tíma!“

Nánar um sjálfbæran sparnað á vef Landsbankans

Þú gætir einnig haft áhuga á
New temp image
25. mars 2024
Hagnaður Landsbréfa 1.035 milljónir á árinu 2023
Landsbréf hf. hafa birt ársreikning vegna reksturs ársins 2023.  Helstu niðurstöður eru þessar:
New temp image
5. jan. 2024
Afsláttur við kaup í sjóðum
Nú er veittur 100% afsláttur af gjaldi við kaup í sjóðum Landsbréfa ef keypt er í gegnum app eða netbanka Landsbankans. Afslátturinn gildir til og með 15. febrúar nk.
New temp image
22. ágúst 2023
Landsbréf skila góðum árangri á fyrri hluta ársins
Landsbréf hf. hafa birt árshlutareikning fyrir fyrri hluta ársins 2023. 
New temp image
19. maí 2023
Horn IV fjárfestir í REA sem starfar í flugtengdri þjónustu á Keflavíkurflugvelli
Horn IV slhf., sem er framtakssjóður í rekstri Landsbréfa hf., hefur samið um kaup á 45% hlut í REA ehf. sem á íslensku flugafgreiðslufyrirtækin Airport Associates og SouthAir. Með kaupunum verður Horn IV stærsti einstaki hluthafi félagsins. Fyrirtækin hafa í yfir 25 ár boðið upp á flugtengda þjónustu fyrir flugrekendur á Keflavíkurflugvelli og eru með samninga við mörg af þeim flugfélögum sem fljúga til og frá Keflavíkurflugvelli.
New temp image
24. mars 2023
Hagnaður Landsbréfa 814 milljónir króna á árinu 2022
Landsbréf hf. hafa birt ársreikning fyrir árið 2022.  Helstu niðurstöður voru þessar:
New temp image
10. feb. 2023
Afsláttur við kaup í sjóðum í febrúar
Í febrúar er gefinn 100% afsláttur af gjaldi við kaup í sjóðum Landsbréfa ef keypt er í gegnum app eða netbanka Landsbankans. Afslátturinn gildir til og með 28. febrúar nk.
New temp image
15. nóv. 2022
Framtakssjóðurinn Horn IV fjárfestir í Eðalfangi sem fyrirhugar mikinn vöxt á næstu árum
Framtakssjóðurinn Horn IV slhf. fjárfestir í Eðalfangi og verður með kaupunum stærsti einstaki hluthafi félagsins.  Um er að ræða  útgáfu nýs hlutafjár en jafnframt leggja núverandi hluthafar félaginu til nýtt fjármagn en heildarfjármögnun er 1.000 milljónir króna. Fjármagnið sem kemur inn í félagið verður nýtt til fjárfestinga í tækjabúnaði og sjálfvirknivæðingu sem mun nýtast félaginu við uppbyggingu og eflingar á vinnslu til framleiðslu á laxi með áherslu á útflutning og til að fylgja eftir og efla sölu- og markaðsstarf á alþjóðlegum mörkuðum. 
New temp image
24. ágúst 2022
Landsbréf skila góðum árangri á fyrri hluta ársins
Landsbréf hf. hafa birt árshlutareikning fyrir fyrri hluta ársins 2022.
New temp image
25. mars 2022
Hagnaður Landsbréfa 1.410 milljónir á árinu 2021
Landsbréf hf. hafa birt ársreikning vegna reksturs ársins 2021. 
New temp image
7. mars 2022
Framtakssjóðurinn Horn IV fjárfestir í S4S
Framtakssjóðurinn Horn IV slhf. hefur gengið frá kaupum á hlut í fyrirtækinu S4S ehf. sem rekur verslanirnar Steinar Waage, Kaupfélagið, Ecco, Skechers og Toppskóinn, ásamt AIR verslununum og Ellingsen í Reykjavík og á Akureyri. Dótturfélag fyrirtækisins er S4S tæki ehf. sem rekur tækjasölu og verkstæði BRP Ellingsen. Velta samstæðunnar árið 2021 voru tæpir fimm milljarðar króna.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur