Nú er veittur 100% afsláttur af gjaldi við kaup í sjóðum Landsbréfa ef keypt er í gegnum app eða netbanka Landsbankans. Afslátturinn gildir til og með 15. október nk.
Landsbréf bjóða upp á fjölbreytt úrval af sjóðum en þeir eru mismunandi hvað varðar samsetningu, áhættu og ávöxtun.
Áhætta fylgir ávallt fjárfestingu í sjóðum, hlutdeildarskírteini sjóða geta lækkað í verði ekki síður en hækkað og eru því ekki áhættulaus.
Fjárfesting í hlutdeildarskírteinum verðbréfasjóða og sérhæfðra sjóða fyrir almenna fjárfesta er að jafnaði áhættuminni en þegar keyptir eru einstakir fjármálagerningar eins og hlutabréf og skuldabréf, því hver sjóður dreifir áhættu fjárfesta með kaupum í fleiri en einum flokki fjármálagerninga. Þá er skattalegt hagræði af því að fjárfesta í sjóði þar sem ekki er greiddur fjármagnstekjuskattur af viðskiptum innan sjóðsins. Einungis er greiddur fjármagnstekjuskattur þegar fjárfestir selur eða innleysir eign sína í sjóði.
Lágmarksfjárhæð við kaup í sjóðum er 10.000 krónur. Við skráningu í reglubundinn mánaðarlegan sparnað í sjóði þá er lágmarkið 5.000 krónur á mánuði.
Sjóðirnir eru reknir af Landsbréfum hf., sem er með starfsleyfi sem rekstraraðili verðbréfasjóða og sérhæfðra sjóða á Íslandi og lýtur eftirliti Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands. Ávöxtun í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarárangur og fjárfestar kunna að fá minna til baka en upphaflega var fjárfest fyrir.
Viðskiptavinum er bent á að kynna sér vel útboðslýsingu og lykilupplýsingar sjóða áður en fjárfest er í þeim.