Fréttir

Horn IV fjár­fest­ir í REA sem starfar í flug­tengdri þjón­ustu á Kefla­vík­ur­flug­velli

Horn IV slhf., sem er framtakssjóður í rekstri Landsbréfa hf., hefur samið um kaup á 45% hlut í REA ehf. sem á íslensku flugafgreiðslufyrirtækin Airport Associates og SouthAir. Með kaupunum verður Horn IV stærsti einstaki hluthafi félagsins. Fyrirtækin hafa í yfir 25 ár boðið upp á flugtengda þjónustu fyrir flugrekendur á Keflavíkurflugvelli og eru með samninga við mörg af þeim flugfélögum sem fljúga til og frá Keflavíkurflugvelli.
19. maí 2023

Kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins.

REA ehf. er móðurfélag Airport Associates og SouthAir sem hvort á sínu sviði bjóða upp á flugtengda þjónustu. Hjá félögunum starfa í dag um 450 starfsmenn alls.

Airport Associates rekur almenna flugafgreiðsluþjónustu fyrir flugfélög sem fljúga til og frá Keflavíkurflugvelli í reglulegu áætlunar- eða leiguflugi. Farþegaþjónusta er veitt í Flugstöð Leifs Eiríkssonar þar sem starfsfólk sinnir innritun, byrðingu ásamt tapað/fundið þjónustu. Á flughlaði sinnir starfsfólk hleðslu og afhleðslu flugfara, afísingu, ræstingu og öryggisleit. Fyrirtækið starfrækir jafnframt fraktmiðstöð ásamt því að reka verkstæði og mötuneyti.

SouthAir rekur sérhæfða flugafgreiðsluþjónustu á Keflavíkurflugvelli en félagið starfar ekki innan Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Meginstarfsemi SouthAir er svokölluð „FBO“ þjónusta sem felur í sér alhliða þjónustu við einkaflugvélar, ferju- og sjúkraflug ásamt því að þjónusta hervélar. Þá starfrækir fyrirtækið „Private Lounge“.

Horn IV er 15 milljarða framtakssjóður í rekstri Landsbréfa sem hóf starfsemi árið 2021 og fjárfestir í óskráðum íslenskum fyrirtækjum. Kaupin í REA ehf. eru fjórða fjárfesting sjóðsins.

„Kaup Horns IV á kjölfestuhlut í REA ehf. er afar ánægjuleg staðfesting á þeirri vegferð sem eigendur og stjórnendur hafa unnið að frá stofnun félagsins. Við höfum alla tíð lagt mikla áherslu á tækni-, öryggis- og gæðamál í góðu samstarfi við þau fjölmörgu flugfélög sem við veitum þjónustu. Félagið nýtur trausts og hefur frá stofnun stuðlað að jákvæðri samkeppni á flugþjónustumarkaði. Við horfum því með björtum augum til framtíðar og hlökkum til áframhaldandi uppbyggingar með nýjum hluthöfum“, segja Sigþór Kristinn Skúlason forstjóri og Skúli Skúlason stjórnarformaður.

„Fyrirtækin eru innviðafélög og mikilvægur hlekkur í starfsemi Keflavíkurflugvallar. Félögin eru vel rekin með öfluga stjórnendur og afburða starfsfólk á öllum sviðum sem mun nýtast vel á vaxandi markaði sem er nátengdur íslenskri ferðaþjónustu. Við erum full tilhlökkunar að fá að koma að áframhaldandi uppbyggingu félaganna sem búa yfir sterkum innviðum og áratuga reynslu núverandi eigenda“, segja fjárfestingastjórar Horns IV.

Eldjárn Capital, Grant Thornton, EY og Jónatansson & Co Lögfræðistofa voru ráðgjafar seljenda. Akrar Consult og BBA//Fjeldco voru ráðgjafar kaupanda.

Þú gætir einnig haft áhuga á
New temp image
24. mars 2023

Hagnaður Landsbréfa 814 milljónir króna á árinu 2022

Landsbréf hf. hafa birt ársreikning fyrir árið 2022.  Helstu niðurstöður voru þessar:
New temp image
10. feb. 2023

Afsláttur við kaup í sjóðum í febrúar

Í febrúar er gefinn 100% afsláttur af gjaldi við kaup í sjóðum Landsbréfa ef keypt er í gegnum app eða netbanka Landsbankans. Afslátturinn gildir til og með 28. febrúar nk.
New temp image
15. nóv. 2022

Framtakssjóðurinn Horn IV fjárfestir í Eðalfangi sem fyrirhugar mikinn vöxt á næstu árum

Framtakssjóðurinn Horn IV slhf. fjárfestir í Eðalfangi og verður með kaupunum stærsti einstaki hluthafi félagsins.  Um er að ræða  útgáfu nýs hlutafjár en jafnframt leggja núverandi hluthafar félaginu til nýtt fjármagn en heildarfjármögnun er 1.000 milljónir króna. Fjármagnið sem kemur inn í félagið verður nýtt til fjárfestinga í tækjabúnaði og sjálfvirknivæðingu sem mun nýtast félaginu við uppbyggingu og eflingar á vinnslu til framleiðslu á laxi með áherslu á útflutning og til að fylgja eftir og efla sölu- og markaðsstarf á alþjóðlegum mörkuðum. 
New temp image
24. ágúst 2022

Landsbréf skila góðum árangri á fyrri hluta ársins

Landsbréf hf. hafa birt árshlutareikning fyrir fyrri hluta ársins 2022.
New temp image
25. mars 2022

Hagnaður Landsbréfa 1.410 milljónir á árinu 2021

Landsbréf hf. hafa birt ársreikning vegna reksturs ársins 2021. 
New temp image
7. mars 2022

Framtakssjóðurinn Horn IV fjárfestir í S4S

Framtakssjóðurinn Horn IV slhf. hefur gengið frá kaupum á hlut í fyrirtækinu S4S ehf. sem rekur verslanirnar Steinar Waage, Kaupfélagið, Ecco, Skechers og Toppskóinn, ásamt AIR verslununum og Ellingsen í Reykjavík og á Akureyri. Dótturfélag fyrirtækisins er S4S tæki ehf. sem rekur tækjasölu og verkstæði BRP Ellingsen. Velta samstæðunnar árið 2021 voru tæpir fimm milljarðar króna.
New temp image
8. feb. 2022

Framtakssjóðurinn Horn IV fjárfestir í íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu GoPro

Framtakssjóðurinn Horn IV slhf. hefur gengið frá kaupum á 35% hlut í hugbúnaðarfyrirtækinu GoPro ehf. Við kaupin voru annars vegar keyptir hlutir af núverandi hluthöfum og hins vegar var hlutafé félagsins hækkað og skrifaði Horn IV sig fyrir allri þeirri hækkun. Með kaupunum verður Horn IV stærsti einstaki hluthafi félagsins. Fjármagnið sem kemur inn í félagið mun nýtast félaginu við uppbyggingu, þ.m.t. uppbyggingu sölu- og markaðsstarfs á alþjóðlegum mörkuðum og fyrir nýjar lausnir félagins sem hafa verið í þróun undanfarin ár. Fyrirtækið hefur verið rekið með hagnaði og er eitt fárra fyrirtækja sem hefur verið á lista Creditinfo yfir fyrirmyndarfyrirtæki frá upphafi.
New temp image
19. ágúst 2021

Árshlutauppgjör Landsbréfa 30. júní 2021

Landsbréf hf. hafa birt árshlutareikning fyrir fyrri hluta ársins 2021. Helstu niðurstöður voru þessar:
New temp image
2. júní 2021

Nýr fjárfestingarsjóður með sjálfbærni að leiðarljósi

Eignadreifing sjálfbær er nýr fjárfestingarsjóður Landsbréfa, dótturfélags Landsbankans. Markmið sjóðsins er að ná fram ávöxtun og dreifingu áhættu með sjálfbærni að leiðarljósi.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur