Fram­taks­sjóð­ur­inn Horn IV fjár­fest­ir í Eð­al­fangi sem fyr­ir­hug­ar mik­inn vöxt á næstu árum

15. nóvember 2022

Framtakssjóðurinn Horn IV slhf. fjárfestir í Eðalfangi og verður með kaupunum stærsti einstaki hluthafi félagsins.  Um er að ræða  útgáfu nýs hlutafjár en jafnframt leggja núverandi hluthafar félaginu til nýtt fjármagn en heildarfjármögnun er 1.000 milljónir króna. Fjármagnið sem kemur inn í félagið verður nýtt til fjárfestinga í tækjabúnaði og sjálfvirknivæðingu sem mun nýtast félaginu við uppbyggingu og eflingar á vinnslu til framleiðslu á laxi með áherslu á útflutning og til að fylgja eftir og efla sölu- og markaðsstarf á alþjóðlegum mörkuðum. 

Eðalfang er í grunninn tvö matvælafyrirtæki með áherslu á sjávarútveg; Eðalfiskur ehf. í Borgarnesi og Norðanfiskur ehf. á Akranesi. Bæði fyrirtækin framleiða hágæða sjávarfang, hvort á sínu sviði. Eðalfiskur sérhæfir sig í framleiðslu, sölu og dreifingu á úrvals ferskum, frystum, reyktum og gröfnum laxaafurðum þar sem stór hluti afurða fyrirtækisins er seldur á erlendum mörkuðum. Norðanfiskur ehf. sérhæfir sig í framleiðslu, sölu og dreifingu á úrvals sjávarfangi til veitinga- og stóreldhúsa á innanlandsmarkaði ásamt sölu neytendapakkninga í verslunum um land allt. Fyrirtækin eru með 62 starfsmenn og viðskiptavini í 9 löndum.

Horn IV er framtakssjóður í rekstri Landsbréfa sem hóf starfsemi á síðasta ári og fjárfestir í óskráðum íslenskum fyrirtækjum. Sjóðurinn er 15 ma. kr. að stærð og eru kaupin þriðja fjárfesting sjóðsins en fjárfestingartímabil hans er til loka júlí árið 2025.

„Kaup Horns IV á kjölfestuhlut í Eðalfangi eru afar ánægjuleg og gefur okkur tækifæri til frekari vaxtar á komandi árum. Við erum stolt af þeim árangri sem við höfum náð með söluaukningu undanfarið ár í Eðalfiski og Norðanfiski.  Með því fjármagni sem kemur inn í félagið verður okkur kleift að verða öflugir þátttakendur í næstu bylgju í sjávarútvegi á Íslandi sem er þegar hafin. Mikil tækifæri eru í verðmætasköpun með fullvinnslu á Íslandi til útflutnings í samvinnu við eldisfyrirtækin.  Á sama tíma að halda áfram að starfa sem stærsti dreifingaraðili fiskmetis á innanlandsmarkaði fremstu sjávarútvegsþjóðar í heimi“, segir Engilbert Hafsteinsson, stjórnarformaður Eðalfangs.

„Félagið er með skýra framtíðarsýn og stefnir á að verða leiðandi í fullvinnslu á laxaafurðum á Íslandi ásamt því að byggja upp öflugt sölunet á alþjóðlegum mörkuðum. Reynsla starfsfólks og núverandi eigenda, gæðavottuð vinnsla og sérstaða Íslands varðandi gæði afurða og lægra kolefnisfótspors mun nýtast vel í þeirri sókn sem félagið ætlar í á erlenda markaði.  Við höfum mikla trú á sóknartækifærum félagsins og teljum spennandi tíma vera fram undan og erum full tilhlökkunar að starfa með félaginu og starfsfólki þess við að nýta þau tækifæri,“ segja fjárfestingarstjórar Horns IV,

Akrar Consult og Logos voru ráðgjafar kaupanda og Arion banki og Nordik Legal voru ráðgjafar seljenda.

Þú gætir einnig haft áhuga á
New temp image
25. mars 2024
Hagnaður Landsbréfa 1.035 milljónir á árinu 2023
Landsbréf hf. hafa birt ársreikning vegna reksturs ársins 2023.  Helstu niðurstöður eru þessar:
New temp image
5. jan. 2024
Afsláttur við kaup í sjóðum
Nú er veittur 100% afsláttur af gjaldi við kaup í sjóðum Landsbréfa ef keypt er í gegnum app eða netbanka Landsbankans. Afslátturinn gildir til og með 15. febrúar nk.
New temp image
22. ágúst 2023
Landsbréf skila góðum árangri á fyrri hluta ársins
Landsbréf hf. hafa birt árshlutareikning fyrir fyrri hluta ársins 2023. 
New temp image
19. maí 2023
Horn IV fjárfestir í REA sem starfar í flugtengdri þjónustu á Keflavíkurflugvelli
Horn IV slhf., sem er framtakssjóður í rekstri Landsbréfa hf., hefur samið um kaup á 45% hlut í REA ehf. sem á íslensku flugafgreiðslufyrirtækin Airport Associates og SouthAir. Með kaupunum verður Horn IV stærsti einstaki hluthafi félagsins. Fyrirtækin hafa í yfir 25 ár boðið upp á flugtengda þjónustu fyrir flugrekendur á Keflavíkurflugvelli og eru með samninga við mörg af þeim flugfélögum sem fljúga til og frá Keflavíkurflugvelli.
New temp image
24. mars 2023
Hagnaður Landsbréfa 814 milljónir króna á árinu 2022
Landsbréf hf. hafa birt ársreikning fyrir árið 2022.  Helstu niðurstöður voru þessar:
New temp image
10. feb. 2023
Afsláttur við kaup í sjóðum í febrúar
Í febrúar er gefinn 100% afsláttur af gjaldi við kaup í sjóðum Landsbréfa ef keypt er í gegnum app eða netbanka Landsbankans. Afslátturinn gildir til og með 28. febrúar nk.
New temp image
24. ágúst 2022
Landsbréf skila góðum árangri á fyrri hluta ársins
Landsbréf hf. hafa birt árshlutareikning fyrir fyrri hluta ársins 2022.
New temp image
25. mars 2022
Hagnaður Landsbréfa 1.410 milljónir á árinu 2021
Landsbréf hf. hafa birt ársreikning vegna reksturs ársins 2021. 
New temp image
7. mars 2022
Framtakssjóðurinn Horn IV fjárfestir í S4S
Framtakssjóðurinn Horn IV slhf. hefur gengið frá kaupum á hlut í fyrirtækinu S4S ehf. sem rekur verslanirnar Steinar Waage, Kaupfélagið, Ecco, Skechers og Toppskóinn, ásamt AIR verslununum og Ellingsen í Reykjavík og á Akureyri. Dótturfélag fyrirtækisins er S4S tæki ehf. sem rekur tækjasölu og verkstæði BRP Ellingsen. Velta samstæðunnar árið 2021 voru tæpir fimm milljarðar króna.
New temp image
8. feb. 2022
Framtakssjóðurinn Horn IV fjárfestir í íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu GoPro
Framtakssjóðurinn Horn IV slhf. hefur gengið frá kaupum á 35% hlut í hugbúnaðarfyrirtækinu GoPro ehf. Við kaupin voru annars vegar keyptir hlutir af núverandi hluthöfum og hins vegar var hlutafé félagsins hækkað og skrifaði Horn IV sig fyrir allri þeirri hækkun. Með kaupunum verður Horn IV stærsti einstaki hluthafi félagsins. Fjármagnið sem kemur inn í félagið mun nýtast félaginu við uppbyggingu, þ.m.t. uppbyggingu sölu- og markaðsstarfs á alþjóðlegum mörkuðum og fyrir nýjar lausnir félagins sem hafa verið í þróun undanfarin ár. Fyrirtækið hefur verið rekið með hagnaði og er eitt fárra fyrirtækja sem hefur verið á lista Creditinfo yfir fyrirmyndarfyrirtæki frá upphafi.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur