Lands­bréf skila góð­um ár­angri á fyrri hluta árs­ins

Landsbréf hf. hafa birt árshlutareikning fyrir fyrri hluta ársins 2024.
19. ágúst 2024 - Landsbréf

Helstu niðurstöður voru þessar:

  • Hagnaður Landsbréfa eftir skatta var tæpar 437 milljónir króna á fyrri hluta ársins 2024 samanborið við tæpar 483 milljónir króna fyrir sama tímabil árið áður.  
  • Hreinar rekstrartekjur námu 1.084 milljónum króna á fyrri hluta ársins samanborið við 1.182 milljónir króna fyrir sama tímabil árið áður.
  • Eigið fé í lok tímabils var 3.555 milljónir króna samanborið við 4.118 milljónir króna í árslok 2023, en félagið greiddi móðurfélagi sínu Landsbankanum 1.000 milljóna króna arðgreiðslu í maí síðastliðnum. Eiginfjárhlutfall Landsbréfa var 85,5% við lok tímabilsins.

Helgi Þór Arason, framkvæmdastjóri Landsbréfa:

„Rekstur Landsbréfa gekk vel á tímabilinu og hagnaður endurspeglar traustan rekstur félagsins.  Markaðsaðstæður héldu áfram að vera krefjandi á fyrri hluta ársins, einkum á innlendum hlutabréfamarkaði. Verðbólga hefur komið hægar niður en vonir stóðu til og vaxtastig hefur haldist hátt. Það er sameiginlegt verkefni allra að stuðla að lægri verðbólgu til að tryggja að hagkerfið nái mjúkri lendingu og tryggja þannig stöðugleika til framtíðar. Ávöxtun sjóða Landsbréfa var misgóð á tímabilinu eftir tegundum sjóða en vel ásættanleg í samanburði við helstu samkeppnisaðila. Landsbréf hafa haldið áfram að treysta stöðu sína sem leiðandi sjóðastýringarfyrirtæki á Íslandi. Félagið rekur sem fyrr fjölbreytt úrval verðbréfasjóða og sérhæfðra sjóða auk þess sem félagið sinnir afmörkuðum eignastýringarverkefnum fyrir lífeyrissjóði og fleiri stærri fjárfesta."

Landsbréf - Árshlutareikningur fyrri árshelmings 2024 (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
New temp image
27. sept. 2024
Afsláttur við kaup í sjóðum
Nú er veittur 100% afsláttur af gjaldi við kaup í sjóðum Landsbréfa ef keypt er í gegnum app eða netbanka Landsbankans. Afslátturinn gildir til og með 15. október nk.
New temp image
25. mars 2024
Hagnaður Landsbréfa 1.035 milljónir á árinu 2023
Landsbréf hf. hafa birt ársreikning vegna reksturs ársins 2023.  Helstu niðurstöður eru þessar:
New temp image
5. jan. 2024
Afsláttur við kaup í sjóðum
Nú er veittur 100% afsláttur af gjaldi við kaup í sjóðum Landsbréfa ef keypt er í gegnum app eða netbanka Landsbankans. Afslátturinn gildir til og með 15. febrúar nk.
New temp image
22. ágúst 2023
Landsbréf skila góðum árangri á fyrri hluta ársins
Landsbréf hf. hafa birt árshlutareikning fyrir fyrri hluta ársins 2023. 
New temp image
19. maí 2023
Horn IV fjárfestir í REA sem starfar í flugtengdri þjónustu á Keflavíkurflugvelli
Horn IV slhf., sem er framtakssjóður í rekstri Landsbréfa hf., hefur samið um kaup á 45% hlut í REA ehf. sem á íslensku flugafgreiðslufyrirtækin Airport Associates og SouthAir. Með kaupunum verður Horn IV stærsti einstaki hluthafi félagsins. Fyrirtækin hafa í yfir 25 ár boðið upp á flugtengda þjónustu fyrir flugrekendur á Keflavíkurflugvelli og eru með samninga við mörg af þeim flugfélögum sem fljúga til og frá Keflavíkurflugvelli.
New temp image
24. mars 2023
Hagnaður Landsbréfa 814 milljónir króna á árinu 2022
Landsbréf hf. hafa birt ársreikning fyrir árið 2022.  Helstu niðurstöður voru þessar:
New temp image
10. feb. 2023
Afsláttur við kaup í sjóðum í febrúar
Í febrúar er gefinn 100% afsláttur af gjaldi við kaup í sjóðum Landsbréfa ef keypt er í gegnum app eða netbanka Landsbankans. Afslátturinn gildir til og með 28. febrúar nk.
New temp image
15. nóv. 2022
Framtakssjóðurinn Horn IV fjárfestir í Eðalfangi sem fyrirhugar mikinn vöxt á næstu árum
Framtakssjóðurinn Horn IV slhf. fjárfestir í Eðalfangi og verður með kaupunum stærsti einstaki hluthafi félagsins.  Um er að ræða  útgáfu nýs hlutafjár en jafnframt leggja núverandi hluthafar félaginu til nýtt fjármagn en heildarfjármögnun er 1.000 milljónir króna. Fjármagnið sem kemur inn í félagið verður nýtt til fjárfestinga í tækjabúnaði og sjálfvirknivæðingu sem mun nýtast félaginu við uppbyggingu og eflingar á vinnslu til framleiðslu á laxi með áherslu á útflutning og til að fylgja eftir og efla sölu- og markaðsstarf á alþjóðlegum mörkuðum. 
New temp image
24. ágúst 2022
Landsbréf skila góðum árangri á fyrri hluta ársins
Landsbréf hf. hafa birt árshlutareikning fyrir fyrri hluta ársins 2022.
New temp image
25. mars 2022
Hagnaður Landsbréfa 1.410 milljónir á árinu 2021
Landsbréf hf. hafa birt ársreikning vegna reksturs ársins 2021. 
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur