Hagn­að­ur Lands­bréfa 1.410 millj­ón­ir á ár­inu 2021

25. mars 2022

Landsbréf hf. hafa birt ársreikning vegna reksturs ársins 2021. 

Helstu niðurstöður eru þessar:

  • Hagnaður af rekstri Landsbréfa nam 1.410 milljónum króna eftir skatta á árinu 2021, samanborið við 768 milljónir á árinu 2020.
  • Hreinar rekstrartekjur námu 2.937 milljónum króna á árinu 2021, samanborið við 1.964 milljónir króna á árinu 2020.
  • Eigið fé í árslok 2021 var 5.969 milljónir króna samanborið við 5.059 milljónir króna í árslok 2020.
  • Í lok tímabilsins voru eignir í sjóðastýringu rúmir 306 milljarðar króna samanborið við 210 milljarða króna árið áður og auk þess voru í lok árs um 238 milljarðar króna í stýringu samkvæmt eignastýringarsamningum samanborið við 195 milljarða króna árið áður.
  • Starfsmenn voru 21 talsins í árslok og fjölgaði um einn á árinu.

Helgi Þór Arason, framkvæmdastjóri Landsbréfa:

„Árið 2021 var farsælt fyrir Landsbréf og eins fyrir þá fjölmörgu einstaklinga og lögaðila sem fjárfest hafa í sjóðum Landsbréfa. Eignir í sjóðastýringu jukust um 45% á árinu sem endurspeglar bæði góða ávöxtun sjóða Landsbréfa og ekki síður þá staðreynd að stöðugt fleiri velja sjóði Landsbréfa til að ávaxta fjármuni sína. Við erum einstaklega þakklát því trausti sem fjárfestar sýna okkur hjá Landsbréfum og höfum einsett okkur að leggja áfram metnað okkar í að ávaxta á ábyrgan hátt þá fjármuni sem okkur er falið að stýra.

Landsbréf leggja metnað sinn í að bjóða upp á fjölbreytt úrval sjóða fyrir mismunandi þarfir fjárfesta og á árinu 2021 tóku nokkrir nýir sjóðir til starfa. Þar á meðal er Horn IV slhf. sem 15 milljarða framtakssjóður og Brunnur vaxtarsjóður II slhf., sem er 8,3 milljarða vísisjóður. Af sjóðum fyrir almenna fjárfesta má nefna sérhæfða sjóðinn Landsbréf – Eignadreifing sjálfbær hs. sem er eignadreifingarsjóður sem hefur sérstakar áherslur á sjálfbærni í fjárfestingastefnu sinni. Það er ánægjulegt að sjá þær góðu viðtökur sem sjóðurinn hefur fengið, sem endurspeglar þá vitundarvakningu sem er að eiga sér stað í íslensku samfélagi um að ábyrgar fjárfestingar með áherslur á sjálfbærni er framtíðin og á því sviði viljum við hjá Landsbréfum halda áfram að vera í fararbroddi.“

Fjárhagsupplýsingar Landsbréfa

Þú gætir einnig haft áhuga á
New temp image
25. mars 2024
Hagnaður Landsbréfa 1.035 milljónir á árinu 2023
Landsbréf hf. hafa birt ársreikning vegna reksturs ársins 2023.  Helstu niðurstöður eru þessar:
New temp image
5. jan. 2024
Afsláttur við kaup í sjóðum
Nú er veittur 100% afsláttur af gjaldi við kaup í sjóðum Landsbréfa ef keypt er í gegnum app eða netbanka Landsbankans. Afslátturinn gildir til og með 15. febrúar nk.
New temp image
22. ágúst 2023
Landsbréf skila góðum árangri á fyrri hluta ársins
Landsbréf hf. hafa birt árshlutareikning fyrir fyrri hluta ársins 2023. 
New temp image
19. maí 2023
Horn IV fjárfestir í REA sem starfar í flugtengdri þjónustu á Keflavíkurflugvelli
Horn IV slhf., sem er framtakssjóður í rekstri Landsbréfa hf., hefur samið um kaup á 45% hlut í REA ehf. sem á íslensku flugafgreiðslufyrirtækin Airport Associates og SouthAir. Með kaupunum verður Horn IV stærsti einstaki hluthafi félagsins. Fyrirtækin hafa í yfir 25 ár boðið upp á flugtengda þjónustu fyrir flugrekendur á Keflavíkurflugvelli og eru með samninga við mörg af þeim flugfélögum sem fljúga til og frá Keflavíkurflugvelli.
New temp image
24. mars 2023
Hagnaður Landsbréfa 814 milljónir króna á árinu 2022
Landsbréf hf. hafa birt ársreikning fyrir árið 2022.  Helstu niðurstöður voru þessar:
New temp image
10. feb. 2023
Afsláttur við kaup í sjóðum í febrúar
Í febrúar er gefinn 100% afsláttur af gjaldi við kaup í sjóðum Landsbréfa ef keypt er í gegnum app eða netbanka Landsbankans. Afslátturinn gildir til og með 28. febrúar nk.
New temp image
15. nóv. 2022
Framtakssjóðurinn Horn IV fjárfestir í Eðalfangi sem fyrirhugar mikinn vöxt á næstu árum
Framtakssjóðurinn Horn IV slhf. fjárfestir í Eðalfangi og verður með kaupunum stærsti einstaki hluthafi félagsins.  Um er að ræða  útgáfu nýs hlutafjár en jafnframt leggja núverandi hluthafar félaginu til nýtt fjármagn en heildarfjármögnun er 1.000 milljónir króna. Fjármagnið sem kemur inn í félagið verður nýtt til fjárfestinga í tækjabúnaði og sjálfvirknivæðingu sem mun nýtast félaginu við uppbyggingu og eflingar á vinnslu til framleiðslu á laxi með áherslu á útflutning og til að fylgja eftir og efla sölu- og markaðsstarf á alþjóðlegum mörkuðum. 
New temp image
24. ágúst 2022
Landsbréf skila góðum árangri á fyrri hluta ársins
Landsbréf hf. hafa birt árshlutareikning fyrir fyrri hluta ársins 2022.
New temp image
7. mars 2022
Framtakssjóðurinn Horn IV fjárfestir í S4S
Framtakssjóðurinn Horn IV slhf. hefur gengið frá kaupum á hlut í fyrirtækinu S4S ehf. sem rekur verslanirnar Steinar Waage, Kaupfélagið, Ecco, Skechers og Toppskóinn, ásamt AIR verslununum og Ellingsen í Reykjavík og á Akureyri. Dótturfélag fyrirtækisins er S4S tæki ehf. sem rekur tækjasölu og verkstæði BRP Ellingsen. Velta samstæðunnar árið 2021 voru tæpir fimm milljarðar króna.
New temp image
8. feb. 2022
Framtakssjóðurinn Horn IV fjárfestir í íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu GoPro
Framtakssjóðurinn Horn IV slhf. hefur gengið frá kaupum á 35% hlut í hugbúnaðarfyrirtækinu GoPro ehf. Við kaupin voru annars vegar keyptir hlutir af núverandi hluthöfum og hins vegar var hlutafé félagsins hækkað og skrifaði Horn IV sig fyrir allri þeirri hækkun. Með kaupunum verður Horn IV stærsti einstaki hluthafi félagsins. Fjármagnið sem kemur inn í félagið mun nýtast félaginu við uppbyggingu, þ.m.t. uppbyggingu sölu- og markaðsstarfs á alþjóðlegum mörkuðum og fyrir nýjar lausnir félagins sem hafa verið í þróun undanfarin ár. Fyrirtækið hefur verið rekið með hagnaði og er eitt fárra fyrirtækja sem hefur verið á lista Creditinfo yfir fyrirmyndarfyrirtæki frá upphafi.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur