Fréttir

Fram­taks­sjóð­ur­inn Horn IV fjár­fest­ir í S4S

Framtakssjóðurinn Horn IV slhf. hefur gengið frá kaupum á hlut í fyrirtækinu S4S ehf. sem rekur verslanirnar Steinar Waage, Kaupfélagið, Ecco, Skechers og Toppskóinn, ásamt AIR verslununum og Ellingsen í Reykjavík og á Akureyri. Dótturfélag fyrirtækisins er S4S tæki ehf. sem rekur tækjasölu og verkstæði BRP Ellingsen. Velta samstæðunnar árið 2021 voru tæpir fimm milljarðar króna.
7. mars 2022

· Árið 2021 besta rekstrarár S4S frá stofnun.
· Félagið hyggst vaxa með innri og ytri vexti.
· Markmið um skráningu á næstu árum.

Eftir viðskiptin mun Horn IV eiga 22% hlut í félaginu, en við kaupin voru annars vegar keyptir hlutir af núverandi hluthöfum og hins vegar var hlutafé hækkað og skrifaði Horn IV sig fyrir allri þeirri hækkun. Eftir sem áður eru Pétur Þór Halldórsson, forstjóri félagsins, og Sjávarsýn ehf., eignarhaldsfélag Bjarna Ármannssonar, stærstu hluthafar félagsins.

Félagið hefur vaxið mikið á undanförnum árum og þá sérstaklega í netverslun, en S4S rekur netverslanirnar S4S.is, Skór.is, Ellingsen.is, Air.is, BRP.is og Rafhjólasetur.is. Nýlega opnaði félagið nýja verslun í Smáralind sem þjónustar netverslunarhluta fyrirtækisins. Stefnt er að áframhaldandi vexti félagsins og fyrirhugað er að skrá það á hlutabréfamarkað innan fárra ára.

„Við hjá S4S erum mjög ánægð með þessa niðurstöðu og hlökkum til að starfa með Horni IV að áframhaldandi uppbyggingu og rekstri félagsins. S4S byggir á rótgrónum og traustum grunni íslenskra verslana sem bjóða uppá gæða vörumerki í skóm, fatnaði, útivistarvörum og ferðatækjum.

Saman hafa þessar einingar náð góðum árangri, sérstaklega síðustu fimm ár með innri og ytri vexti. Lykillinn að þessum árangri er dugnaður og þrautseigja okkar starfsfólks sem leggur sig fram alla daga við að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi þjónustu. Sömuleiðis höfum við átt og munum áfram eiga í góðu samstarfi við okkar birgja.

Við ætlum að vaxa enn frekar, styrkja innviði fyrirtækisins og halda þannig áfram að veita viðskiptavinum okkar frábæra þjónustu. Horn framtakssjóður er góður ferðafélagi fyrir okkar vegferð og mun hann leggja sitt af mörkum við að styrkja og efla starfsemi félagsins enn frekar á jákvæðan hátt fyrir fyrirtækið í heild, starfsfólk þess og viðskiptavini,“ segir Pétur Þór Halldórsson forstjóri S4S.

Horn IV er 15 milljarða framtakssjóður í rekstri Landsbréfa sem fjárfestir í óskráðum íslenskum fyrirtækjum með góða rekstrarsögu. Auk þess er lögð áhersla á að fyrirtæki sem sjóðurinn fjárfestir í tileinki sér sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð í starfsemi sinni og mun sjóðurinn styðja félögin í að ná umbótum á sviði UFS-þátta. Sjóðurinn hóf starfsemi á árinu 2021 og er þetta önnur fjárfesting sjóðsins en fjárfestingartímabil hans er til loka júlí 2025.

„S4S er leiðandi fyrirtæki á smásölumarkaði og rekstur félagsins traustur. Framtíðarsýn S4S er skýr og hefur félagið náð mjög góðum árangri í að aðlagast breyttri kauphegðun líkt og aukin netsala félagsins ber vitni um. S4S býr yfir reynslumiklu og öflugu starfsfólki, sterkum innviðum auk fjölda vel staðsettra verslana með þekkt vörumerki. Fram undan eru spennandi tímar og hlökkum við til samstarfsins við hluthafa og starfsfólk félagsins og teljum að nýtt hlutafé muni styrkja S4S enn frekar á vegferð komandi ára,“ segja fjárfestingastjórar Horns IV.

Fjármálaráðgjöf Deloitte hafði umsjón með söluferlinu og fyrirtækjaráðgjöf Arion banka var ráðgjafi kaupanda.

Þú gætir einnig haft áhuga á
New temp image
24. mars 2023

Hagnaður Landsbréfa 814 milljónir króna á árinu 2022

Landsbréf hf. hafa birt ársreikning fyrir árið 2022.  Helstu niðurstöður voru þessar:
New temp image
10. feb. 2023

Afsláttur við kaup í sjóðum í febrúar

Í febrúar er gefinn 100% afsláttur af gjaldi við kaup í sjóðum Landsbréfa ef keypt er í gegnum app eða netbanka Landsbankans. Afslátturinn gildir til og með 28. febrúar nk.
New temp image
15. nóv. 2022

Framtakssjóðurinn Horn IV fjárfestir í Eðalfangi sem fyrirhugar mikinn vöxt á næstu árum

Framtakssjóðurinn Horn IV slhf. fjárfestir í Eðalfangi og verður með kaupunum stærsti einstaki hluthafi félagsins.  Um er að ræða  útgáfu nýs hlutafjár en jafnframt leggja núverandi hluthafar félaginu til nýtt fjármagn en heildarfjármögnun er 1.000 milljónir króna. Fjármagnið sem kemur inn í félagið verður nýtt til fjárfestinga í tækjabúnaði og sjálfvirknivæðingu sem mun nýtast félaginu við uppbyggingu og eflingar á vinnslu til framleiðslu á laxi með áherslu á útflutning og til að fylgja eftir og efla sölu- og markaðsstarf á alþjóðlegum mörkuðum. 
New temp image
24. ágúst 2022

Landsbréf skila góðum árangri á fyrri hluta ársins

Landsbréf hf. hafa birt árshlutareikning fyrir fyrri hluta ársins 2022.
New temp image
25. mars 2022

Hagnaður Landsbréfa 1.410 milljónir á árinu 2021

Landsbréf hf. hafa birt ársreikning vegna reksturs ársins 2021. 
New temp image
8. feb. 2022

Framtakssjóðurinn Horn IV fjárfestir í íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu GoPro

Framtakssjóðurinn Horn IV slhf. hefur gengið frá kaupum á 35% hlut í hugbúnaðarfyrirtækinu GoPro ehf. Við kaupin voru annars vegar keyptir hlutir af núverandi hluthöfum og hins vegar var hlutafé félagsins hækkað og skrifaði Horn IV sig fyrir allri þeirri hækkun. Með kaupunum verður Horn IV stærsti einstaki hluthafi félagsins. Fjármagnið sem kemur inn í félagið mun nýtast félaginu við uppbyggingu, þ.m.t. uppbyggingu sölu- og markaðsstarfs á alþjóðlegum mörkuðum og fyrir nýjar lausnir félagins sem hafa verið í þróun undanfarin ár. Fyrirtækið hefur verið rekið með hagnaði og er eitt fárra fyrirtækja sem hefur verið á lista Creditinfo yfir fyrirmyndarfyrirtæki frá upphafi.
New temp image
19. ágúst 2021

Árshlutauppgjör Landsbréfa 30. júní 2021

Landsbréf hf. hafa birt árshlutareikning fyrir fyrri hluta ársins 2021. Helstu niðurstöður voru þessar:
New temp image
2. júní 2021

Nýr fjárfestingarsjóður með sjálfbærni að leiðarljósi

Eignadreifing sjálfbær er nýr fjárfestingarsjóður Landsbréfa, dótturfélags Landsbankans. Markmið sjóðsins er að ná fram ávöxtun og dreifingu áhættu með sjálfbærni að leiðarljósi.
New temp image
24. mars 2021

Hagnaður Landsbréfa 768 milljónir á árinu 2020

Hagnaður af rekstri Landsbréfa nam 768 milljónum króna eftir skatta á árinu 2020. Hreinar rekstrartekjur námu 2.182 milljónum króna á árinu 2020 og eigið fé var 5.059 milljónir króna í árslok.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur