Horn III kaup­ir helm­ings­hlut í Lífl­andi

Framtakssjóðurinn Horn III, sem er í rekstri Landsbréfa, hefur fest kaup á 50% hlut í Líflandi. Þórir Haraldsson, framkvæmdastjóri Líflands, er eigandi helmingseignarhlutar í félaginu á móti Horni. Seljandi er Sólveig Pétursdóttir og fjölskylda.
24. mars 2017

Framtakssjóðurinn Horn III, sem er í rekstri Landsbréfa, hefur fest kaup á 50% hlut í Líflandi. Þórir Haraldsson, framkvæmdastjóri Líflands, er eigandi helmingseignarhlutar í félaginu á móti Horni. Seljandi er Sólveig Pétursdóttir og fjölskylda.

Meginstoð rekstrar Líflands er framleiðsla á fóðri og sala á rekstrarvörum til landbúnaðar, mölun og sala á Kornax hveiti og öðrum tengdum vörum ásamt rekstri á sex sérverslunum fyrir hestamenn og bændur víðsvegar um landið. Hjá félaginu starfa alls um 80 manns. Lífland á rætur sínar að rekja aftur til ársins 1917 þegar Mjólkurfélag Reykjavíkur var stofnað af bændum með það að markmiði að sjá um móttöku og dreifingu mjólkur til Reykvíkinga.

Horn III er 12 ma.kr. framtakssjóður með um 30 hluthafa sem meðal annars eru lífeyrissjóðir, fjármálafyrirtæki og fagfjárfestar. Yfirlýst stefna Horns III er að fjárfesta í óskráðum félögum í íslensku atvinnulífi með trausta og góða rekstrarsögu. Kaup á hlut í Líflandi eru þriðju kaup sjóðsins.

Íslandsbanki veitti kaupanda ráðgjöf og hafði umsjón með framkvæmd viðskiptanna. BBA legal og LEX veittu aðilum viðskiptanna jafnframt lögfræðiráðgjöf.

Framkvæmdastjórar hjá Horni III

„Lífland er rótgróið félag með öflugan rekstur. Félagið hefur staðið í miklum fjárfestingum síðustu ár sem við teljum að muni skila sér í aukinni hagræðingu og tækifærum. Við hjá Horni teljum félagið vera í góðri stöðu til að eflast frekar og á komandi árum.“

Þórir Haraldsson, forstjóri og meðeigandi

„Síðustu ár hafa verið viðburðarík hjá Líflandi en einna hæst ber að nefna kaup félagsins á höfuðstöðvum sínum að Brúarvogi ásamt framkvæmdum við fóðurverksmiðjuna á Grundartanga. Á sama tíma og við þökkum seljendum fyrir samstarfið við uppbyggingu Líflands bjóðum við Horn III velkomin í hluthafahópinn.“

Þú gætir einnig haft áhuga á
New temp image
27. sept. 2024
Afsláttur við kaup í sjóðum
Nú er veittur 100% afsláttur af gjaldi við kaup í sjóðum Landsbréfa ef keypt er í gegnum app eða netbanka Landsbankans. Afslátturinn gildir til og með 15. október nk.
New temp image
19. ágúst 2024
Landsbréf skila góðum árangri á fyrri hluta ársins
Landsbréf hf. hafa birt árshlutareikning fyrir fyrri hluta ársins 2024.
New temp image
25. mars 2024
Hagnaður Landsbréfa 1.035 milljónir á árinu 2023
Landsbréf hf. hafa birt ársreikning vegna reksturs ársins 2023.  Helstu niðurstöður eru þessar:
New temp image
5. jan. 2024
Afsláttur við kaup í sjóðum
Nú er veittur 100% afsláttur af gjaldi við kaup í sjóðum Landsbréfa ef keypt er í gegnum app eða netbanka Landsbankans. Afslátturinn gildir til og með 15. febrúar nk.
New temp image
22. ágúst 2023
Landsbréf skila góðum árangri á fyrri hluta ársins
Landsbréf hf. hafa birt árshlutareikning fyrir fyrri hluta ársins 2023. 
New temp image
19. maí 2023
Horn IV fjárfestir í REA sem starfar í flugtengdri þjónustu á Keflavíkurflugvelli
Horn IV slhf., sem er framtakssjóður í rekstri Landsbréfa hf., hefur samið um kaup á 45% hlut í REA ehf. sem á íslensku flugafgreiðslufyrirtækin Airport Associates og SouthAir. Með kaupunum verður Horn IV stærsti einstaki hluthafi félagsins. Fyrirtækin hafa í yfir 25 ár boðið upp á flugtengda þjónustu fyrir flugrekendur á Keflavíkurflugvelli og eru með samninga við mörg af þeim flugfélögum sem fljúga til og frá Keflavíkurflugvelli.
New temp image
24. mars 2023
Hagnaður Landsbréfa 814 milljónir króna á árinu 2022
Landsbréf hf. hafa birt ársreikning fyrir árið 2022.  Helstu niðurstöður voru þessar:
New temp image
10. feb. 2023
Afsláttur við kaup í sjóðum í febrúar
Í febrúar er gefinn 100% afsláttur af gjaldi við kaup í sjóðum Landsbréfa ef keypt er í gegnum app eða netbanka Landsbankans. Afslátturinn gildir til og með 28. febrúar nk.
New temp image
15. nóv. 2022
Framtakssjóðurinn Horn IV fjárfestir í Eðalfangi sem fyrirhugar mikinn vöxt á næstu árum
Framtakssjóðurinn Horn IV slhf. fjárfestir í Eðalfangi og verður með kaupunum stærsti einstaki hluthafi félagsins.  Um er að ræða  útgáfu nýs hlutafjár en jafnframt leggja núverandi hluthafar félaginu til nýtt fjármagn en heildarfjármögnun er 1.000 milljónir króna. Fjármagnið sem kemur inn í félagið verður nýtt til fjárfestinga í tækjabúnaði og sjálfvirknivæðingu sem mun nýtast félaginu við uppbyggingu og eflingar á vinnslu til framleiðslu á laxi með áherslu á útflutning og til að fylgja eftir og efla sölu- og markaðsstarf á alþjóðlegum mörkuðum. 
New temp image
24. ágúst 2022
Landsbréf skila góðum árangri á fyrri hluta ársins
Landsbréf hf. hafa birt árshlutareikning fyrir fyrri hluta ársins 2022.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur