Hafðu samband

Landsbréf


Verðbréfa- og lífeyrisráðgjöf Landsbankans

Starfsfólk Landsbréfa

Hér finnur þú yfirlit yfir starfsfólk Landsbréfa, símanúmer, netföng, menntun og starfsferil.

Réttarúrræði viðskiptavina

Landsbréf leitast við að aðstoða viðskiptavini sína eftir bestu föngum með fagmennsku og sanngirni að leiðarljósi. Landsbréfa hafa sett sérstakar reglur um meðferð kvartana sem finna má undir reglur Landsbréfa. Ef viðskiptavinir Landsbréfa, sem og annarra fjármálafyrirtækja, vilja ekki una úrlausn sinna mála geta þeir ávallt borið ágreining varðandi viðskipti við fjármálafyrirtæki til Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki, sem er vistuð hjá Fjármálaeftirlitinu. Erindum til úrskurðarnefndarinnar skal beint til:

Fjármálaeftirlitið
b.t. Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki
Katrínartúni 2
150 Reykjavík

Auk þess að geta borið ágreining undir úrskurðarnefndina geta viðskiptavinir borið málefni er varða neytendarétt undir Neytendastofu, samkeppnismál undir Samkeppniseftirlitið og að sjálfsögðu eiga viðskiptavinir ávallt rétt á að bera mál undir almenna dómstóla. Ef viðskiptavinir telja á rétt sinn hallað eru þeir hvattir til að leita sér aðstoðar lögmanns og má í því sambandi vísa til Lögmannafélags Íslands, en það rekur Lögmannavaktina sem veitir ókeypis lögfræðiráðgjöf fyrir almenning með það að markmiði að veita upplýsingar um réttarstöðu og hvert hægt er að leita eftir nánari úrlausn mála.