ITF I

Um ITF I

Mikill vöxtur hefur verið í ferðaþjónustu á Íslandi á undanförnum árum. Dregið hefur úr árstíðasveiflu sem hefur skilað sér í jafnara álagi yfir árið og betri nýtingu fjárfestinga í greininni. Þessi þróun hefur skapað grundvöll fyrir nýsköpun innan greinarinnar og uppbyggingu nýrra afþreyingarkosta fyrir ferðafólk.

Til að nýta þessi tækifæri hafði Icelandair Group frumkvæði að stofnun Landsbréf Icelandic Tourism Fund I slhf. (ITF I) sem fjárfestir í uppbyggingu í íslenskri ferðaþjónustu. Lögð er áhersla á ný heilsársverkefni sem fjölga afþreyingarmöguleikum fyrir ferðamenn og stuðla að betri nýtingu á innviðum ferðaþjónustunnar yfir vetrartímann.

Stjórn

  • ITF I GP ehf.

Framkvæmdastjóri

  • Ólafur Jóhannsson