Horn III

Um Horn III

Horn III er 12 ma.kr. framtakssjóður stofnaður af Landsbréfum. Lokað var fyrir áskrift að hlutafé á fyrsta ársfjórðungi 2016. Hluthafar eru rúmlega 30 talsins og samanstanda af lífeyrissjóðum, fjármálafyrirtækjum og fagfjárfestum. Horn III er hugsað sem fjárfestingabandalag um óskráðar fjárfestingar í íslensku atvinnulífi.

Fjárfestingatímabili sjóðsins lauk 2019 og er áætlaður líftími til ársloka 2025. Horn III mun fjárfesta í óskráðum íslenskum fyrirtækjum og verður lögð áhersla á fyrirtæki með trausta og góða rekstrarsögu. Í krafti stærðar sinnar hefur Horn III alla burði til að vera öflugur fjárfestir á sviði framtaksfjárfestinga hér á landi á næstu árum. Lögð hefur verið sérstök áhersla á skýra útgönguáætlun í fjárfestingum og er meðal annars horft til skráningar þeirra félaga í Kauphöll sem Horn III fjárfestir í.

Stjórn

  • Horn III GP ehf.

Framkvæmdastjórar

  • Hermann Már Þórisson
  • Steinar Helgason

Fréttir