Brunnur

Um Brunn vaxtarsjóð

Mikil gróska er í nýsköpun á Íslandi, bæði á frumstigi (e. Seed Stage) og þróunarstigi (e. Venture). Mörg spennandi nýsköpunartækifæri eru til staðar sem hafa burði til þess að vaxa hratt og verða öflug útflutningsfyrirtæki en skortur hefur verið á fjármagni til að nýta sér fjárfestingatækifærin.

Landsbréf og Brunnur Ventures GP hafa tekið höndum saman og stofnað og reka saman Brunn vaxtarsjóð slhf., 4 milljarða króna fagfjárfestasjóð. Hluthafar eru um 12 talsins og samanstanda af lífeyrissjóðum, fjármálafyrirtæki og fagfjárfestum.

Lögð er áhersla á að fyrirtækin sem fjárfest er í búi yfir skalanlegu og gjaldeyrisskapandi tekjumódeli í einhverjum eftirtalinna greina: hugbúnaður, internet, afþreyingariðnaður, hátækni, líftækni, orkuiðnaður, sjávarútvegstækni og matvælaframleiðslu. Áhersla er lögð á að fyrirtækin sem fjárfest er í búi yfir samkeppnisforskoti í formi þekkingar, einkaleyfis eða viðskiptaleyndarmáls, og að frumkvöðlateymið sé framúrskarandi á sínu sviði.

Stjórn

  • Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, formaður
  • Hjörleifur Pálsson
  • Kjartan Örn Ólafsson

Framkvæmdastjóri

  • Ólafur Jóhannsson

Fjárfestingastjórar

  • Árni Blöndal
  • Sigurður Arnljótsson