Sérhæfðar fjárfestingar

Aðrir sérhæfðir sjóðir

Landsbréf reka allnokkra sérhæfða sjóða sem ekki eru markaðssettir til almennra fjárfesta. Þessir sjóðir sem reknir eru samkvæmt lögum nr. 45/2020, um rekstraraðila sérhæfðra sjóða, eru ýmist reknir á félagaformi og þá yfirleitt sem samlagshlutafélög eða sem hlutdeildarsjóðir.


Horn II

Horn II var upphaflega stofnaður á árinu 2012 sem 8,5 milljarða lokaður framtakssjóður um fjárfestingar í óskráðum félögum á Íslandi.

Nánar

Icelandic Tourism Fund I

ITF I var stofnaður á árinu 2012 um framtaksfjárfestingar á sviði afþreyingartengdrar ferðaþjónustu. Markmið sjóðsins við fjárfestingar var að leggja áherslu á ný heilsársverkefni til að fjölga afþreyingarmöguleikum fyrir ferðamenn og stuðla að betri nýtingu á innviðum ferðaþjónustunnar yfir vetrartímann.

Nánar

Brunnur vaxtarsjóður

Brunnur vaxtarsjóður var stofnaður í samstarfi Landsbréfa og Brunns Ventures GP ehf. Um er að ræða vísisjóð sem var upphaflega 4 ma. og fjárfestir sjóðurinn í nýsköpunarverkefnum.

Nánar

Brunnur vaxtarsjóður II

Brunnur vaxtarsjóður var stofnaður í samstarfi Landsbréfa og Brunns Ventures GP ehf. Um er að ræða vísisjóð sem var upphaflega 8,3 ma. og fjárfestir sjóðurinn í nýsköpunarverkefnum.

Nánar

Landsbréf – veðskuldabréfasjóður

Landsbréf – Veðskuldabréfasjóður I slhf. var stofnaður á árinu 2015 og var í upphafi 8,7 milljarðar að stærð. Markmið sjóðsins er að fjárfesta í skuldabréfum með fasteignaveði. Hluthafar í Landsbréfum – Veðskuldabréfasjóði slhf. eru 15 talsins.

Nánar

Horn III

Horn III var upphaflega stofnaður á árinu 2016 sem 12 ma. lokaður framtakssjóður um fjárfestingar í óskráðum félögum á Íslandi.

Nánar

Aðrir sérhæfðir sjóðir (fagfjárfestasjóðir)

Landsbréf reka nokkra aðra sérhæfða sjóði sem ekki eru markaðssettir til almennings og eru þeir ýmist reknir sem samlagshlutafélög eða sem hlutdeildarsjóðir.

  • Landsbréf - Fixed Income Opportunity Fund
  • Landsbréf BÚS I
  • Landsbréf - Askja hs.
  • Landsbréf - Hekla hs.
  • Landsbréf – Veðskuldabréfasjóður II