Sérhæfðar fjárfestingar

Framtakssjóðir Landsbréfa

Framtakssjóðir geta bæði verið sjóðir um sameiginlega fjárfestingu sem starfa samkvæmt lögum nr. 128/2011, um verðbréfasjóði, fjárfestingasjóði og fagfjárfestasjóði eða sjóðir sem stofnaðir eru í félagsformi. Á undanförnum árum hefur verið algengt hér á landi að slíkir sjóðir séu settir upp í formi samlagshlutafélaga. Engin sérlagaákvæði gilda um framtakssjóði, en almennt einkenni er að þeir fjárfesta almennt í óskráðum hlutabréfum í þeim tilgangi að hrinda í framkvæmd einhvers konar breytingum innan viðkomandifyrirtækja í því skyni að auka verðmæti fjárfestinganna.

Framtakssjóðir eru oft settir upp miðað við þá forsendu að þeim verði slitið innan tiltekins tíma (fyrirframskilgreindur líftími) þó það sé ekki einhlítt. Innan þess tíma eru jafnan skilgreind fjárfestingatímabil þar sem sjóðurinn finnur hentugar fjárfestingar og dregur á hlutafjárloforð frá hlutum höfum sínum og svo umbreytingatímabil þar sem gert er ráð fyrir að sjóðurinn hrindi í framkvæmd virðisaukandi breytingum á þeim fyrirtækjum sem fjárfest er í. Framtakssjóðir í rekstri Landsbréfa hf. eru reknir sem fagfjárfestasjóðir á félagaformi.

Horn II

Horn II er rúmlega 8,5 ma.kr. framtakssjóður stofnaður af Landsbréfum. Hluthafar eru um 30 talsins og samanstanda af lífeyrissjóðum, fjármálafyrirtækjum og fagfjárfestum. Horn II er hugsað sem fjárfestingabandalag um óskráðar fjárfestingar í íslensku atvinnulífi.

Nánar

Icelandic Tourism Fund I

ITF I fjárfestir í uppbyggingu í íslenskri ferðaþjónustu. Lögð er áhersla á ný heilsársverkefni sem fjölga afþreyingarmöguleikum fyrir ferðamenn og stuðla að betri nýtingu á innviðum ferðaþjónustunnar yfir vetrartímann.

Nánar

Brunnur vaxtarsjóður

Landsbréf og SA Framtak GP hafa tekið höndum saman og stofnað og reka saman Brunn vaxtarsjóð slhf., 4 milljarða króna fagfjárfestasjóð. Hluthafar eru um 12 talsins og samanstanda af lífeyrissjóðum, fjármálafyrirtæki og fagfjárfestum.

Nánar

Horn III

Horn III er 12 ma.kr. framtakssjóður stofnaður af Landsbréfum. Hluthafar eru rúmlega 30 talsins og samanstanda af lífeyrissjóðum, fjármálafyrirtækjum og fagfjárfestum. Horn III er hugsað sem fjárfestingabandalag um óskráðar fjárfestingar í íslensku atvinnulífi.

Nánar

Landsbréf – veðskuldabréfasjóður

Sjóðurinn, sem er ríflega 8,7 milljarðar að stærð, er fagfjárfestasjóður sem mun fjárfesta í skuldabréfum með fasteignaveði. Áætlað er að fjárfestingar verði 5-10 talsins og er því gert ráð fyrir að einstakar fjárfestingar verði tiltölulega stórar og að sjóðurinn verði þannig öflugur aðili í langtímafjármögnun fasteigna. Hluthafar í Landsbréfum – Veðskuldabréfasjóði slhf. eru 15.

Nánar

Fagfjárfestasjóðir Landsbréfa

Fagfjárfestasjóðir eru sjóðir um sameiginlega fjárfestingu og er fagfjárfestum einum heimilt að fjárfesta í slíkum sjóðum. Um fagfjárfestasjóði gilda lög nr. 128/2011, um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði, og lúta þeir eftirliti Fjármálaeftirlitsins samkvæmt 62. og 63. gr. þeirra laga. 

Í lögum eru ekki settar neinar kvaðir um efni fjárfestingarstefnu fagfjárfestasjóða og geta fjárfestingarstefnur slíkra sjóða því eðli málsins samkvæmt verið mjög mismunandi og spannað þannig allt frá einni einstakri fjárfestingu upp í dreifðari eignasöfn.

  • Landsbréf - Fixed Income Opportunity Fund
  • Landsbréf BÚS I
  • Askja fagfjárfestasjóður 
  • Hekla fagfjárfestasjóður